Smári Þór og Matthías, stofnendur ThorWorks Live, eru æskuvinir sem kynntust í handbolta í kringum aldamótin 2000. ThorWorks Live á einmitt rætur sínar að rekja í handboltann en Smári byrjaði að senda út handknattleiksleiki í sjálfboðastarfi fyrir uppeldisfélagið sitt árið 2014. Matthías gekk fljótlega til liðs við hann og eftir tveggja ára sjálfboðavinnu ákváðu þeir að stofna ThorWorks Live haustið 2016. Saman eiga þeir yfir mörg hundruð vel heppnaðra útsendinga á bakinu en það hefur þróast út frá íþróttaviðburðum á allt önnur svið. Smári og Matthías eru sammála um það að ekkert verkefni er of stórt eða flókið, það eru einungis lausnir.
Hafðu samband við okkur, segðu frá þínum hugmyndum og við sendum þér verðtilboð.