Íþróttaviðburðir

Við höfum áralanga reynslu af því að senda út íþróttaviðburði, allt frá boltaíþróttum til listskauta. Við höfum verið að bæta allskonar grafík ofan á útsendingarmynd eða í miðri útsendingu, hvort sem það er stigatafla, auglýsingar eða frekari upplýsingar. Á flestum viðburðum eru lýsendur sem eru annaðhvort í mynd eða ekki og höfum við jafnframt verið með viðtalshorn þar sem lýsendur geta tekið viðtöl við keppendur eða aðra starfsmenn. Ásamt þessu höfum við verið að þróa hægar endursýningar þannig ekkert fari framhjá áhorfendum og þeir fái sem bestu upplifun. Okkar reynsla hefur leitt það í ljós að allt er hægt og ekkert verkefni er of stórt eða flókið.

Ráðstefnur

Nýlega höfum við tekið það að okkur að senda út ráðstefnur í beinni útsendingu. Þær hafa þótt vel heppnaðar en með því að tengjast í hljóðkerfið þar sem viðkomandi ráðstefna er haldin er hægt að sjá til þess að áhorfendur heyrir skýrt og greinilega í öllum viðmælendum.

Podcast – hlaðvörp

Veturinn 2016 – 2017 sendum við út vikulega Podcast þætti í gegnum Facebook og SoundCloud. Þar var hringt í viðmælendur og gestir mættu í viðtöl. Við getum boðið upp á studíó til leigu fyrir þá annað hvort vidjóútsendingu af spjallþætti eða Podcast þætti. Ef það hentar betur að taka upp annars staðar þá er lítið mál að fara á milli.

Tónleikar

Við höfum tekið að okkur tvö verkefni tengd útsendingum á tónleikum. Í bæði skipti voru það styrktartónleikar sem fóru í gegnum “greitt fyrir hvert áhorf” kerfi (Pay per view). Það voru einstaklega skemmtileg verkefni sem þóttu vel heppnuð. Við erum vel í stakk búnir til að taka að okkur hvers kyns tónleika við allar aðstæður.

Annað

Við eigum eftir að prófa aðrar tegundir af útsendingum en við viljum endilega heyra frá þér ef þú hefur aðrar tillögur, því ekkert verkefni er of flókið fyrir okkur.